Trufflur I

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

  • 200 g dökkt súkkulaði
  • 1 1/2 dl rjómi
  • 1 msk smjör
  • 1-2 msk Misó (rautt) ef vill
  • Utan á trufflurnar
  • rifið hýði af appelsínu (ysta lagið)
  • pistasíuhnetur, saxaðar smátt
  • eða hvað eina sem okkur dettur í hug

Directions

  1. Rjómi og smjörið hitað við vægan hita í potti. Súkkulaðið brytjað út í og hrært þangað til blandan verður mjúk og áferðarfalleg. Misoið sett út í síðast ef það er notað.

    Blöndunni hellt í fat eða skál. Best er að hella henni í ílát svo hún verði sem þynnst, þá er auðveldara að vinna með hana.

    Sett í kæliskáp í 2-4 klst. eða þangað til hún hefur stífnað.

    Búnar til kúlur þannig að tekið er smá af massanum í teskeið og síðan notar maður hendurnar til að hnoða litlar kúlur.

    Kúlunni velt upp úr því sem við viljum hafa utan á þeim.

    Raðað á fat eða disk og geymdar í kæliskáp þangað til þær eru bornar fram.