Ýmis ráð

Glansandi glös og kristall

Eru fallegu glösin þín orðin skýjuð og mött?

Þetta er algengt vandamál þegar glös og annað gler er þvegið endurtekið í uppþvottavél.

Hreinsun á uppþvottavélinni

Ef uppþvottavélin er ekki hreinsuð reglulega og yfirfarin geta óhreinindi og bakteríur því safnast í síum og niðurfalli uppþvottavélarinnar.

Hvað er Pólýester?

scarf 930185 640 Hvað er PÓLÝESTER?

Vitundarvakning um fatasóun - fræðsla

Efnið samanstendur nú af 60% af því fataefni sem framleitt er í heiminum, tala sem hefur tvöfaldast frá árinu 2000. En úr hverju er það eiginlega og hvaða áhrif hefur pólýester á jörðina?

Hvað eru spilliefni?

Hin árlega evrópska Nýtnivika fer fram dagana 17. – 25. nóvember og þemað 2018 er Spilliefni – Tími fyrir afeitrun!

Um Nýtnivikuna: Vikan er samevrópskt átak og er markmið hennar að draga úr myndun úrgangs og hvetja fólk til að nýta hluti betur og kaupa minna. Neysla og sóun eru eitt af þessum stóru verkefnum sem við þurfum að takast á við til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum.

Hægeldunar pottar

Hægeldunarpottar

Hægeldunarpottar eru sniðugt tæki í eldhúsið og oft er hægt að fá þá á mjög góðu verði. Þeir bjóða upp á heilsusamlega eldamennsku og eldun í þeim krefst lágmarks fyrirhafnar.

Kryddjurtir

BasilíkaSumarið er tími ferskra kryddjurta og gaman að geta nota heimaræktað krydd í matseldina. Það er ekki ýkja flókið mál að rækta slíkar jurtir sjálfur, kostar að vísu smá natni og ummönnun, en sú vinna skilar sér margfalt til baka. 

Þurrkað krydd er gott, en ferkst er enn betra. Kryddjurtir eru hollar og margar þeirra taldar hafa lækningamátt, svo að þær gefa okkur ekki einungis gott bragð í matinn, heldur hollustu og heilbrigði að auki. Svo ilma þær alveg dásamlega.

Lykt í ísskáp

Notið heimagerðan lyktareyði til að halda góðri lykt í ísskápnum og til að draga í sig vonda lykt. Áður en matur sem er farin að skemmast og fer að fylla ísskápinn af vondri lykt er tími til að ganga í málið.
Hér eru nokkur atriði sem þú getur notað til að ráðast gegn og forðast vonda lykt í ísskápnum.

Matarafgangar

Samkvæmt danskri könnun endar 1/3 hluti af því sem þarlendir versla af matvöru til heimilisins, í ruslatunnunni. Það má leiða getum að því að við séum ekki eftirbátar Dana í þessum efnum.

 Hér eru nokkrar tillögur:

 

Matarboð á hátíðunum - engin matarsóun

Á tímum samkomutakmarkana má gera ráð fyrir að veislur yfir jól og áramót verði fámennari en oft áður.  Þessi jól megum við ekki vera fleiri en 10 saman.   Á Covid.is er þó vakin athygli á því að börn fædd 2005 og yngri teljast ekki með í þessari tölu og ekki heldur þeir sem hafa fengið COVID-19.  sjá nánar um jól og áramót 2020 á vefnum covid.is 

Nú þegar fjöldinn af þeim sem mæta í jólamatinn er minni en oft hefur verið. Þá þarf að passa sig í innkaupunum og miða við rétt magn á fjölda gesta til að forðast matarsóun. Skipulagning hjálpar okkur við innkaupin. 

<<  1 [23 4  >>  

Leiðbeiningastöð heimilanna

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 1135;
lh@leidbeiningastod.is