Dögurður (Brunch)

Þar er sameinaður morgunverður og hádegisverður og því oftast haft á bilinu kl. 11-14.
Tillögur að slíku borði: brauð, 2 teg. bæði fínt og gróft
bollur, helst heimabakaðar
litlar pönnukökur, blinis
smjör
eggjahræra á pönnu
lifrarkæfa, heimalöguð og borin fram heit
rifsberjahlaup
spægipylsa, skinka og kjúklingaskinka
niðurskorin skinka
steikt beikon
harðsoðin egg
síld,  2 teg.
ostur, 2-3 teg.
vínber
grænmetissalat, ferskt
salatsósa
pestó
hrísgrjóna/kjúklingasalat
niðursneiddir tómatar og Mozzarellaostur m/olívuólíu og ferskum basillaufum
kartöflusalat
súrmjólk m/niðursoðnum ávöxtum
hlynsýróp
hunang
marmelaði

Þetta er ekki tæmandi listi og auðvitað ekki gott að hafa allt of margar tegundir. Ekki verra að hafa færri og þá meira magn af hverri.
Drykkir:
Ávaxtasafi, peru-cider, te og kaffi. Ef meira er haft við má bera fram bjór og snaps að hætti Dana.
Kaffi og konfekt eða smákökur á eftir.

  • Friday, 26 október 2012