Veisluhald

Eftirréttur á veisluborðið

Tekur svolítinn tíma að útbúa þessa, en er fullkomlega þess virði.
Ath. Hluti af leiðbeiningum eru í hráefnislýsingu.

Matarboð á hátíðunum - engin matarsóun

Mikilvægt er að missa sig ekki í búðinni þegar verslað er fyrir stórhátíðir og miða við rétt magn á fjölda gesta til að forðast matarsóun. Skipulagning hjálpar okkur við innkaupin. 

Sparaðu stórar upphæðir í jólainnkaupum og minnkaðu matarsóun í leiðinni

Á Íslandi eru ekki neinar rannsóknir sem sýna hversu miklum mat er sóað sérstaklega í kringum jólin. Í Bretlandi var hins vegar gerð rannsókn af Unilever í tengslum við herferðina #ClearAPlate sem sýndi fram á að 4,2 milljón matarskömmtum hefði verið sóað í kringum jólahelgina árið 2014.

Leiðbeiningastöð heimilanna er umhugað um hagkvæmt heimilishald. Kvenfélagasamband Íslands sem á og rekur Leiðbeiningastöðina hefur sl. ár vakið athygli á matarsóun með öðrum samstarfsaðilum og er vefurinn www.matarsoun.is meðal annars afurð þess samstarfs