Matarboð á hátíðunum - engin matarsóun

Á tímum samkomutakmarkana má gera ráð fyrir að veislur yfir jól og áramót verði fámennari en oft áður.  

Nú þegar fjöldinn af þeim sem mæta í jólamatinn er minni en oft hefur verið. Þá þarf að passa sig í innkaupunum og miða við rétt magn á fjölda gesta til að forðast matarsóun. Skipulagning hjálpar okkur við innkaupin. 

Skipuleggjum matarinnkaupin Minnkum matarsóun 2

Leiðbeiningastöð heimilanna hefur lengi haft á síðunni skjalið Magn á mann, sem gott er að miða við þegar reiknað er út hversu mikið magn af hverjum rétti þarf að reikna með á mann. Þú getur nálgast skjalið hér.

Í skjalinu er að finna algengustu rétti sem bornir eru fram.   

Til að aðstoða ykkur við að forðast matarsóun yfir jólin þá er hér að neðan ítarlegri listi yfir algenga rétti sem bornir eru fram á jólum og áramótum.

 Nánari upplýsingar um ýmis ráð gegn matarsóun er að finna í greinum á vefnum okkar sem þú finnur meðal annars hér að neðan. Einnig er efni og fræðsla um matarsóun að finna á síðunni www.samangegnsóun

 

 

 

 

Forréttir: 

Í skjalinu okkar góða er talað um 2-2,5 dl af súpu og 50-75 g af fisk og kjöt. 

Ágætt er að miða við 1,5 - 2 dl af súpu áður en við berum fram þunga máltíð. 

Salat 100 - 150 g

Grafinn lax 100 g

Reyktur lax 75 g

Skeldýr (t.d humar, rækjur eða hörpuskel í salati ) 50 g

Niðurskorið kjötmeti (t.d. grafið kjöt, tvíreykt ofl.)  50 - 75 g

Grænmeti 75 g

Kjúklingur/kalkúnn (tilbúinn í salati) 75 g

 

Meðlæti:

Soðnar kartöflur ( t.d brúnaðar eða steiktar í ofni) 200 g

Soðið rauðkál 100 - 150 g

Soðið grænmeti 100 - 150 g

Sósa, heit 0,5 - 1 dl

Sósa, köld 0,5 dl

Uppstúf 1-1,5 dl

Brauð 75 g

Athugið að oft er það meðlætið sem endar í ruslinu.  Það er gaman að elda flókna rétti og hafa fjölbreytt meðlæti með jólasteikinni.  En mikilvægt að passa magnið!  Spyrjum okkur t.d hversu margir í okkar hóp borða rósakál, gulrætur, sætar kartöflur, baunir og allt hitt. 

Aðalréttir:

Í skjalinu er talað um 250-400 g af kjöti með beini eftir tegundum og 200- 250 g af kjöti án beina.

Venjulegur skammtur af kjöti með beini er 250 g á mann.   Með jólamat eins og Hamborgarhrygg er oftast talað um að reikna með 400 g á mann.  En þá er miðað við að við viljum gjarnan eiga smá afgang til að narta í daginn eftir. 

Svo þarf að huga að hversu mikið hlutfall af beinum er í kjötstykkinu sem við erum að elda. 

Úrbeinað hangikjöt 200 - 250 g

Kalkúnn heill í jólamatinn 400 g (Ef ætlunin er að eiga smá afgang daginn eftir) 

Salat sem aðalréttur 150 - 200 g

Grænmetisréttir 200 g

 

Súpur:

Sem aðalréttur 2,5 - 3 dl

Í súpur:

fiskur/skelfiskur /kjöt 150- 175 g

Grænmeti 200-300 g

Grjón 1-2 msk

 

Athugið að þetta er viðmið miðað við raunhæfa skammta.  Alltaf þarf að taka mið af aldurssamsetningu gesta.  Hvernig er þinn hópur samsettur?  Allir kannast við ofurspennt börn sem bara rétt narta í jólamatinn. 

Reyndu að rifja upp hvað var það helsta sem fór til spillis hjá þér fyrra.  Hvað dagaði upp í ísskápnum og lenti svo í ruslinu?  

Síðan er það mikilvægt að ganga strax frá afgöngum sem eiga að geymast næstu daga.  Látið ekki mat standa of lengi við herbergishita.  Gangið strax frá í góð ílát, og setjið í ísskáp. Það sem ekki á borða næstu tvo - þrjá daga skal setja strax í frystinn. 

Hér að neðan finnur þú fleiri greinar sem tengjast mat,  jólunum og matarsóun. Kíktu á!

Gangi ykkur vel og njótið hátíðanna með fólkinu í ykkar jólakúlu án matarsóunar. 

 

Kveðja,

Jenný 

  • Monday, 14 desember 2020

Leiðbeiningastöð heimilanna

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 1135;
lh@leidbeiningastod.is