Steikt hvítkálssalat með eggi

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

  • 2 msk jarðhentuolía (eða önnur olía)
  • 4 tsk sinnepsfræ (eða 1 tsk sterkt sinnep)
  • 2 tsk mulin cumminfræ
  • 2 rauðlaukar, skornir í þunnar ræmur
  • 400 gr hvítkál, skorið í þunnar ræmur
  • engifer ca. 2 cm biti, smátt skorinn
  • 6 tómatar, smátt skornir
  • 4 msk vatn
  • 1 rautt chili
  • 2 msk kókoshveiti
  • safi úr 1 limónu
  • 4 spæld egg
  • 2 tsk nigellufræ (má sleppa)

Directions

  1. Hitið olíuna á pönnu og setjið sinneps- og cumminfræ og svissið í 1 mín.

    Bætið lauk og káli  út í  ásamt engifer og  tómötum

    Bætið vatni í og látið malla í 3-4 mín.

    Þá er fínhökkuðu chili, kókosmjöli. límónusafa og kóríander bætt.

    Smakkið til og kryddið með salti og pipar ef þarf.

    Berið fram með spældu eggi og stráið nigellufræum yfir.