a b c d e f g h i j k l m n o p q r s t u v w x y z #

Uppskriftir með þessu lykilroði: kartöflur

Bixímatur

Það er tilvalið að gera svokallaðan bixímat úr afgöngum af kjötmáltíð. 

Eggjakaka með steiktum/soðnum kjúklingi

Það má nota annað kjöt, fisk eða baunir í eggjakökur. 

Það má baka hana í ofni eða á pönnu við lítinn hita.

Fylltir kartöflubátar

Gott með kjöti eða fiski.

Grænmetisstappa

Er góð sem meðlæti með fiski eða kjöti.

Hindberjasnúðar

Þessir eru töluvert öðruvísi en hefðbundnir kanilsnúðar, engu að síður mjög góðir.

Kartöflu-og linsubaunabuff

Þetta eru fljótlegar og auðveldar bollur. Í þær er tilvalið að nota gamalt brauð eða hrökkkex sem þú mylur í brauðrasp. Það er hægt að gera í matvinnsluvél eða með því að setja brauðið í plastpoka og lemja á hann með kökukefli.

Kartöfluklattar

Í þessa klatta er tilvalið að nota kartöflur frá kvöldinu áður eða kartöflumús.

Það má líka blanda saman kartöflum og öðru elduðu grænmeti eins og brokkolí eða blómkáli og mauka.

Ef þú átt uppsafnaða enda af ostinum (sem enginn vill) er tilvalið að rífa þá niður og setja með.

Kartöflupottur

Bragðgóður og tilvalin sem meðlæti með fiski eða kjúklingi. Getur líka staðið sem máltíð með góðu brauði.

Kjöt-gratín

Í þennan rétt er tilvalið að nota afganga eins og kjöt, fiski, baunir eða grænmeti.

Mjög gott er að setja dagsgamalt (eða eldra) brauð með í ofninn.                      

Skera hvítlauk í tvennt og nudda honum á brauðið og pennsla það með olíu eða smjöri.

Lasagne úr því sem til er

''I  þennan ofnrétt er upplagt að nota það sem til er og t.d. restar frá kvöldinu áður.lasagne 12 mars 003

Það sem fór í þennan rétt var m.a.: kartöflur frá kvöldinu áður, strengjabaunir, lúið spínat, hvítar baunir (soðnar)

ATH! það er mjög gott að nota kostasælu eða kotasælu og sýrðan rjóma í stað hvítu sósunnar. Þá er kotasælan krydduð eins og sósan.

Lifrarbuff

Það er ekki öllum sem líkar við lifrarbragð, en með því að búa til buff úr hakkaðri lifur verður til allt annar réttur. 

Sæt kartöflumús

Þessi kartöflumús er sérstaklega bragðgóð. Hentar mjög vel til dæmis með fuglakjöti