Indverskur kjúklingaréttur

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

  • 600 g kjúklingabringur
  • 250 g jógúrt, hrein
  • 4 msk olía t.d. sesamolía
  • Kryddblanda:
  • 2 msk kardimommuduft eða 10 kardimommubelgir, marðir
  • 1 msk karrýduft
  • 1 tsk kórianderduft
  • 1/2 tsk þurkkaðar Chiliflögur
  • 1 tsk rifinn sítrónubörkur
  • sítrónusafi ef vill
  • salt og pipar
  • 100 g kasjúwhnetur

Directions

  1. Kryddinu, öllu nema salti og pipar blandað saman í skál.
    Olían hituð á djúpri pönnu.
    Kjúklingarbringurnar skornar í strimla og steiktar í nokkrar mínútur í heitri olíunni og hrært í. Kryddblöndunni bætt út á ásamt hnetunum og látið malla í 3-5 mínútur. Þá er sítrónuberkinum stráð yfir , hrært í og síðast er jógúrtinu hellt út á. Hrært vel saman og látið malla í 5 mínútur til viðbótar.
    Saltað og piprað eftir smekk.
    Einnig má bæta smávegis af sítrónusafa saman við.

    ATH
    Varast skal að hafa of mikinn hita undir pönnunni, þá getur kryddið brunnið illa.

    Borið fram með soðnum hrísgrjónum og naanbrauði.