Lifrarbuff

5.0/5 rating 1 vote

Ingredients

 • 400 g lambalifur
 • 400 g kartöflur, hráar
 • 1-2 laukar e. stærð
 • 1 dl heilhveiti eða speltmjöl (fínt)
 • 1/2 tsk lyftiduft
 • 1 egg
 • 1 dl mjólk
 • 1/4 tsk allrahanda
 • 1/4 tsk hvítur pipar
 • 1-2 tsk salt e. smekk
 • 2 msk olía
 • 2 msk smjör

Directions

 1. Lifrin hökkuð ásamt kartöflum og lauk.
  Heilhveiti, mjólk, eggi, lyftidufti, allrahanda, salti og pipar hrært saman við.
  Smjör og olía hituð á pönnu og deigið sett með lítilli ausu á pönnuna og steikt eins og klattar á báðum hliðum.
  Gott er að steikja lauk og hafa með buffinu ásamt bræddu smjöri, kartöflum eða kartöflumús, sneiddum agúrkum og tómötum og ekki verra að bera fram góða sultu með.

Leiðbeiningastöð heimilanna

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 1135;
lh@leidbeiningastod.is