Lifrarbuff

5.0/5 rating 1 vote

Ingredients

  • 400 g lambalifur
  • 400 g kartöflur, hráar
  • 1-2 laukar e. stærð
  • 1 dl heilhveiti eða speltmjöl (fínt)
  • 1/2 tsk lyftiduft
  • 1 egg
  • 1 dl mjólk
  • 1/4 tsk allrahanda
  • 1/4 tsk hvítur pipar
  • 1-2 tsk salt e. smekk
  • 2 msk olía
  • 2 msk smjör

Directions

  1. Lifrin hökkuð ásamt kartöflum og lauk.
    Heilhveiti, mjólk, eggi, lyftidufti, allrahanda, salti og pipar hrært saman við.
    Smjör og olía hituð á pönnu og deigið sett með lítilli ausu á pönnuna og steikt eins og klattar á báðum hliðum.
    Gott er að steikja lauk og hafa með buffinu ásamt bræddu smjöri, kartöflum eða kartöflumús, sneiddum agúrkum og tómötum og ekki verra að bera fram góða sultu með.