Rabarbaragrautur

3.1/5 hattar (21 atkvæði)

Ingredients

 • 500 g rabarbari, má vera frosin
 • 9 dl vatn
 • 250 g sykur
 • örl. salt
 • vanilla ef vill
 • 40 g kartöflumjöl + 1 dl kalt vatn

Directions

 1. Rabarbarinn þvegin og brytjaður fremur smátt. Soðin í vatninu þangað til hann verður mjúkur.
  Sykurinn settur saman við ásamt örlitlu af salti og vanillusykri ef vill.
  Látin sjóða aftur og potturinn tekinn af hellunni og jafnað með kartöflumjöli hrærðu út í vatni.
  Borin fram með mjólk eða rjóma.