Íslensk kjötsúpa

3.2/5 hattar (32 atkvæði)

Ingredients

  • 2 kg súpukjöt
  • 2 ½ l vatn
  • 1 msk salt
  • 2-3 msk þurrkaðar súpujurtir
  • 500 g gulrófur
  • 250 g gulrætur
  • 100 g hvítkál
  • 1 lítill blaðlaukur
  • ½ dl haframjöl
  • ½ dl brún hrísgrjón
  • 1 dl ísl. bankabygg
  • 1-2 súputeningar, (lamb eða naut)
  • nýmalaður svartur pipar, ef vill

Directions

  1. Kjötið er fituhreinsað eftir smekk og hlutað niður í mátulega bita. Sett í pott og vatninu hellt yfir, suðan látin koma upp og froðan veidd ofan af. Þá er súputeningum ásamt salti, haframjöli, bankabyggi, hrísgrjónum og súpujurtum bætt út í. Hrært í.
    Soðið í ca 40 mínútur.
    Þá er afhýddum gulrófum, skornum í frekar litla bita ásamt hreinsuðum gulrótum og blaðlauk í sneiðum bætt út í.
    Soðið í 15 mínútur.
    Þessu næst er hvítkálið, sem skorið hefur verið í strimla, sett út í.
    Allt soðið í a.m.k. 10 mínútur til viðbótar eða þar til allt grænmetið er orðið meyrt. Smakkað og bragðbætt með salti og pipar, ef þarf. 

  2. Kartöflur soðnar sér og bornar með ásamt íslensku smjöri. Vel fer á að drekka kalt kranavatn með.

  3. Tilbreyting er að skipta út helming af gulrófumagni í sætar kartöflur, skornum í teninga.
    Eins gefur gott bragð að brytja niður 1-2 sellerístöngla í súpuna. Og líka má saxa ferska ísl. steinselju og strá yfir í lok suðutíma. 

  4. Það er ekkert að því að prófa nýtt grænmeti í kjötsúpuna. Um að gera að prófa sig áfram.